Skoðun
Jack Hrafnkell Danielsson

Svik

Jack Hrafnkell Danielsson skrifar

„Ég er búinn að fylgjst með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“

Muna lesendur þessi orð?

Muna þingmenn Vinstri Grænna þessi orð sem Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins lét falla um íslenska stjórnmálamenn fyrir nokkrum árum?

Eftir að hafa fylgst með umræðum um fjárlög í gær, 27. nóvember þá komu orð þessa fyrrverandi ritstjóra upp í huga minn enda var hreint út sagt ógeðslegt að fylgjast með hegðun þeirra ráðherra sem sáust í útsendingu alþingis í umræðunni þegar atkvæðagreiðsla fór fram um breytingatillögurnar.

Sérstaklega var bæði sárt og vont að fylgjast með forsætisráðherra íslands á tróni sínum, skreytta tuskudruslu ensks fótboltaliðs og fagna í hvert sinn sem tillögur stjórnarmeirihlutans voru samþykktar og jafnvel enn meira þegar tillögur stjórnarminnihlutans voru felldar.

Í hvert sinn sem þetta gerðist þá kúgaðist ég dálítið en það gerðist líka svolítið annað hjá mér og sjálfsagt fleirum sem fylgdust með umræðunni.  Við sáum hvernig æran og virðing almennings fyrir Katrínu Jakobsdóttur og þingmönnum Vinstri Grænna tálgaðist af þeim með hverri vandræðalegu fagni forsætisráðherrans eins og af trjábol í timburfræsara, og í hvert sinn bergmáluðu orð hennar frá því hún var í stjórnarandstöðu í höfðinu á mér og urðu hærri og hærri þar til endanleg niðurstaða lá fyrir um samþykkt fjárlagana en þau orð hennar voru að; „fátækt fólk á ekki að bíða eftir réttlæti.“

Þriðju fjárlög þessarar ríkisstjórnar hafa nú litið dagsins ljós og þegar þau koma til framkvæmda á næsta ári er ljóst að fátækasta fólkið þarf enn að bíða réttlætisins sem Katrín Jakobsdóttir boðaði fyrir rúmlega tveimur árum í þrumuræðu sem færði henni og flokknum hennar stórsigur í síðustu kosningum en allt hefur verið svikið. Allt hefur þetta verið skrum, óheiðarleiki og lygar frá upphafi til enda og að horfa á þessa konu sitja með tuskudrusluna um hálsin í þingsal við atkvæðagreiðslu fjárlagana OG FAGNA EINS OG UM FÓTBOLTALEIK Í ENSKU DEILDINNI HEFÐI VERIÐ AÐ RÆÐA dró virðinguna fyrir henni algjörlega niður í svaðið og æruna með.

Ég ætla að gera orð Styrmis að mínum því þetta þjóðfélag er ógeðslegt. Það eru engin prinsipp. Það eru engar hugsjónir. Það er engin heiðarleiki. Það er bara tækifærismennska og sérhagsmunagæsla á öllum sviðum hjá þingmönnum og ráðherrum sem plotta sín á milli til að hagnast sem mest sjálfir meðan þeir verst settu á íslandi eiga hvorki fyrir mat eða lyfjum út mánuðinn og lágmarkslaun duga ekki til framfærslu.

Þetta er ógeðslegt þjóðfélag.

Höfundur er öryrki, ritstjóri og eigandi Skandall.is.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Skoðun

Skoðun

Munum

Drífa Snædal skrifar

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.