Fótbolti

Luis Enrique að taka aftur við spænska landsliðinu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Luis Enrique
Luis Enrique vísir/getty

Spænska knattspyrnusambandið hefur boðað til blaðamannafundar í hádeginu og eru spænskir fjölmiðlar staðráðnir í að þar verði Luis Enrique ráðinn landsliðsþjálfari að nýju.

Enrique hætti með liðið í miðri undankeppninni eða í júni á síðasta ári til að sinna veikri dóttur sinni. Xana Enrique lést í ágúst á þessu ári, níu ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein.

Robert Moreno tók við stjórnartaumunum hjá spænska liðinu þegar Enrique hætti en hann var áður aðstoðarmaður Enrique. 

Moreno er taplaus í níu leikjum en Spánn vann F-riðil undakeppninnar örugglega. Frá því að Moreno tók við starfinu hefur hann alltaf sagt að hann myndi stíga til hliðar, kæmi til þess að Enrique væri tilbúinn að snúa aftur í starfið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.