Innlent

„Hey bóndi“ fer fram á Hvols­velli í dag

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Landbúnaðar og fjölskyldusýningin "Hey bóndi“ fer fram á Hvolsvelli í þar sem bændur og búalið, ásamt öðrum gestum hittast til að bera saman bækur sínar, hlusta á fyrirlestra og skoða landbúnaðartæki. Þessi ferhyrndi hrútur verður reyndar ekki á staðnum en fallegur er hann.
Landbúnaðar og fjölskyldusýningin "Hey bóndi“ fer fram á Hvolsvelli í þar sem bændur og búalið, ásamt öðrum gestum hittast til að bera saman bækur sínar, hlusta á fyrirlestra og skoða landbúnaðartæki. Þessi ferhyrndi hrútur verður reyndar ekki á staðnum en fallegur er hann. Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Landbúnaðar og fjölskyldusýningin „Hey bóndi“ fer fram á Hvolsvelli í dag. Um er að ræða tækjasýningu og röð fyrirlestra um landbúnaðarmál, auk skemmtiatriða fyrir börn og fullorðna.

„Hey bóndi“  hófst klukkan 11:00 og stendur til klukkan 17:00 í dag í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli, úti og inni. Þetta er landbúnaðar og fjölskyldusýning sem Fóðurblandan stendur nú fyrir þriðja árið í röð.

„Við búumst við miklu fjölmenni á Hvolsvöll í dag. Það eru margir sem ætla að koma og margir sem eru líka að sýna. Þetta verður fjörugur laugardagur,“ segir Pétur Pétursson, markaðsstjóri Fóðurblöndunnar. Boðið verður upp á fjölbreytta fyrirlestra, skemmtiatriði og tækjasýningu, auk þess sem frumkvöðlar í landbúnaði gera grein fyrir sínum störfum.

 

 

Það er Fóðurblandan, sem stendur að hátíðarhöldunum á Hvolsvelli í dag, þriðja árið í röð.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar verður einn af fyrirlesurum dagsins.

„Já, það er mjög skemmtilegt, hann liggur ekki á skoðunum sínum og lætur allt flakka. Við erum mjög spennt að fá hann hingað til okkar, hann er skeleggur og við erum spennt að vita hvað hann segir við okkur,“ segir Pétur.

Á planinu við Hvol er tækjasýning, sem margir hafa örugglega áhuga á þar sem hægt verður að skoða smáar og stórar dráttarvélar, bíla og allskonar landbúnaðartæki, sem notuð eru í sveitum landsins.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×