Erlent

Af­ganskar her­sveitir sakaðar um stríðs­glæpi

Atli Ísleifsson skrifar
Ódæðin eru sögð hafa verið framin frá síðari hluta árs 2017 og fram á mitt þetta ár.
Ódæðin eru sögð hafa verið framin frá síðari hluta árs 2017 og fram á mitt þetta ár. Getty
Í nýrri skýrslu frá mannréttindasamtökunum Human Rights Watch er því haldið fram að afganskar hersveitir, sem þjálfaðar voru af bandarísku leyniþjónustunni CIA hafi framið ódæði í landinu síðustu misseri sem jafnist á við stríðsglæpi.

Í skýrslunni er fullyrt að hermennirnir hafi framkvæmt aftökur án dóms og laga, fólk hafi horfið sporlaust í haldi þeirra auk þess sem sveitirnar hafi gert árásir á heilsugæslustöðvar og spítala.

Í skýrslunni sem kemur út í dag eru fjórtán aðskilin atvik tekin fyrir og þau rannsökuð ofan í kjölinn.

Ódæðin voru framin frá síðari hluta árs 2017 og fram á mitt þetta ár. Byggir skýrslan á viðtölum við íbúa og sjónarvotta, víðs vegar um Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×