Innlent

Réðst að sambýlismanni sínum vopnuð tveimur hnífum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjaness.
Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/gva
Kona hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi, þar af eru þrír mánuðir skilorðsbundnir, fyrir að hafa ráðist á sambýlismann sinn vopnuð tveimur eldhúshnífum í júlí árið 2017. Konan sagðist iðrast gjörða sinna mjög.Konan var ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi þegar hún réðst á sambýlismann á heimili þeirra í Reykjanesbæ. Sló hún hann nokkrum sinnum í andlitið með flötum lófa og í höfuðið með krepptum hnefa.Þá beit hún sambýlismann sinn og réðst að lokum að honum vopnuð tveimur 20 sentimetra eldhúshnífum þar sem hann lá í rúmi svefnherbergis þeirra. Sat hún ofan á honum og skar hann á bringunni ásamt því að hún stakk hann í hægri framhandlegg. Reyndi maðurinn að verjast árásinni og hlaut hann áverka víðs vegar um líkamann, þar á meðal sex sentimetra opið sár og djúpan skurð á hægri framhandlegg.Fyrir dómi játaði konan skýlaust sakargiftir og sagðist hún iðrast gjörða sinna mjög. Tók hún fram að hún myndi ekkert eftir atvikum. Við ákvörðun refsingar tók dómari málsins tillit til ungs aldur hennar og skýlausrar játningar.Þó væru brotin alvarleg og því væri hæfilegt að dæma konuna í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundna.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.