Innlent

Bein útsending: Netógnir í nýjum heimi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ráðstefnan stendur frá klukkan 9 til 12.
Ráðstefnan stendur frá klukkan 9 til 12.

Netógnir í nýjum heimi er viðfangsefni ráðstefnu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið heldur um netöryggismál. Ráðstefnan verður haldin í Veröld – húsi Vigdísar í dag og hefst klukkan 9. Ráðstefnan er haldin í tilefni af evrópska netöryggismánuðinum í október. Allir eru velkomnir en skráning er á vef Stjórnarráðsins.

Á ráðstefnunni verður kynnt ný lagaumgjörð um netöryggismál og samhæfing þeirra á alþjóðavísu. Þá verður fjallað um baráttuna við netglæpi, netöryggisvitund ungs fólks, upplýsingaöryggi hjá hinu opinbera og netöryggi í fjórðu iðnbyltingunni. Fundarstjóri er Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri.

Dagskrá:

9:00 Ávarp 
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

9:10 Nýir tímar - ný umgjörð
Sigríður Rafnar Pétursdóttir, lögfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu

9:30 Netbrot, nálgun og sýn lögreglu
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

9:50 Samhæfing í netöryggismálum – hlutverk PFS
Unnur Sveinbjarnardóttir, lögfræðingur hjá Póst- og fjarskiptastofnun

10:10 Kaffi

10:25 IPv6: Keyrum þetta af stað
Tryggvi Farestveit, forstöðumaður hýsingarlausna hjá Opnum kerfum

10:45 Tæknilegt líf ungra barna – byggjum traustan grunn
Hildur Halldórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og SAFT

11:05 Straumurinn og upplýsingaöryggi á Stafrænu Íslandi
Vigfús Gíslason, tækniarkitekt og sérfræðingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu

11:25 4. iðnbyltingin: Öld tækifæra – ef öryggið er í öndvegi 
Sigurður Emil Pálsson, formaður Netöryggisráðs, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinuAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.