Innlent

Einar Bragi fallinn frá

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einar Bragi Bragason í kunnuglegri stöðu með saxófóninn.
Einar Bragi Bragason í kunnuglegri stöðu með saxófóninn. Stjórnin/Mammadreki
Einar Bragi Bragason, tónlistarmaður, skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar og einn stofnenda hljómsveitarinnar Stjórnarinnar, er fallinn frá 54 ára gamall. 

Grétar Örvarsson, hljómborðsleikari og félagi Einars Braga úr Stjórninni, minnist hans á Facebook og segir sárt að sjá á eftir góðum vini sem fékk hjartaáfall í lok vikunnar.

„Stjórnin naut hæfileika Einars Braga um árabil. Við Sigga minnumst hans með þakklæti og virðingu og hugsum til ástvina hans á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning Einars Braga,“ segir Grétar.



Einar Bragi flutti vestur á Patreksfjörð fyrir þremur árum með fjölskyldu sinni og tók við skólastjórn í tónlistarskólanum í bænum.

Einar Bragi, skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar, ásamt nokkrum nemendum sínum á afmælisárinu í fyrra.Tónlistarskóli Vesturbyggðar
Sinnti hann skólanum af áhuga og atorku sem smitaði út frá sér,  meðal annars með útgáfu tónlistar heimamanna,“ segir á vef Bæjarins besta.

Einar Bragi var þekktur fyrir snilli sína á saxófóninn og lagasmíðar. Hann kom fram með Stjórninni í fyrra á 30 ára afmæli sveitarinnar, meðal annars á Bræðslunni á Borgarfirði eystra.

Tónlistarfólk úr öllum áttum minnist Einars Braga á samfélagsmiðlum. Má þar nefna Björgvin Halldórsson, Björn Thoroddsen og Bjarna Arason.

Einar Bragi lýsti tónlistarlífinu í Vesturbyggð í viðtali í Fréttablaðinu í fyrra en þá fagnaði tónlistarskólinn fimmtíu ára afmæli. 

Einar Bragi var valinn Austfirðingur ársins árið 2008 þegar hann gegndi stöðu skólastjóra Tónlistarskólans á Seyðisfirði.


Tengdar fréttir

Fimmtugur tónlistarskóli

Mikill uppgangur er í Tónlistarskóla Vesturbyggðar og hefur nemendafjöldi margfaldast á síðustu misserum. S




Fleiri fréttir

Sjá meira


×