Erlent

Öku­maður sakaður um að hafa drepið tuttugu kengúrur

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla segir að ökumaðurinn hafi ekið á göngustígum þar sem kengúrurnar voru.
Lögregla segir að ökumaðurinn hafi ekið á göngustígum þar sem kengúrurnar voru. Getty
Lögregla í Ástralíu hefur óskað eftir vitnum eftir að ekið var á um tuttugu kengúrur og þær drápust í bænum Merimbula í suðausturhluta landsins.

Lögregla segir að um dýraníð hafi verið að ræða þar sem talið er að ökutæki hafi verið ekið á dýrin í úthverfinu Tura Beach milli 22:30 og 23:30 á laugardagskvöldið að staðartíma.

Í frétt Guardian segir að tuttugu kengúrur hafi drepist og að dýralæknar hlúi nú að þremur ungum sem einnig urðu á vegi bílsins.

Lögregla segir að ökumaðurinn hafi ekið á göngustígum þar sem kengúrurnar voru. Þykir mildi að enginn maður hafi slasast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×