Fótbolti

Ronaldo brotnaði niður í viðtali er talið barst að föður hans

Anton Ingi Leifsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. vísir/getty
Cristiano Ronaldo var í ítarlegu viðtali við Piers Morgan sem birtist í gærkvöldi en í viðtalinu fer sá portúgalski um víðan völl.

Viðtalið var tekið fyrir skömmu en var fyrst sýnt í gærkvöldi á bresku sjónvarpsstöðinni ITV en framherji Juventus ræðir þar á meðal annars um pabba sinn.

Ronaldo hefur ekkert verið í sambandi við hann og Morgan sýndi honum myndband af pabba Ronaldo tala ansi vel um son sinn. Við það brotnaði Ronaldo niður.

„Ég hef aldrei séð þetta myndband,“ sagði Ronaldo grátandi. „Ótrúlegt. Þetta þýðir mikið fyrir mig og ég hélt að þetta viðtal yrði skemmtilegt en ég bjóst ekki við því að ég myndi að fara gráta.“







„Ég hef aldrei séð þetta og ég veit ekki hvar... Ég verð að sýna fjölskyldu minni þessar myndir en ég þekki pabba minn ekki 100%. Hann var alkóhólisti og ég talaði aldrei við hann almennilega. Það var erfitt.“

Morgan spurði svo Ronaldo af hverju honum finnist þetta svona leiðinlegt og afhverju hann brotnaði saman.

„Hann fær ekki að upplifa mína velgengni og fær enga viðurkenningu vegna minna afreka. Fjölskylda hefur gert það; mamma mín, bróður minn, eldri sonur minn en ekki faðir minn. Hann dó ungur.“

Vísir mun halda áfram að fjalla um viðtalið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×