Lífið

Ný Dior-aug­lýsing með Johnny Depp var fjar­lægð nokkrum klukku­tímum eftir frum­sýningu

Birgir Olgeirsson skrifar
Johnny Depp hefur lengi verið andlit Dior.
Johnny Depp hefur lengi verið andlit Dior. Vísir/GEtty

Franska tískuhúsið Dior hefur verið sakað um kynþáttafordóma vegna nýrrar auglýsingar fyrir ilmvatnið Sauvage þar sem leikarinn Johnny Depp er í forgrunni.

Dior birti auglýsinguna á netinu á föstudag en hún var fjarlægð aðeins nokkrum klukkustundum síðar.

Í auglýsingunni mátt sjá frumbyggja í Bandaríkjunum dansa á meðan Johnny Depp leikur á gítar og kveikir varðeld í eyðimörkinni.

Þeir sem gagnrýndu þessa auglýsingu bentu á að franska orðið Sauvage megi þýða sem villimann, sem hefur í gegnum söguna verið notað til að lýsa indíánum í Bandaríkjunum á niðrandi hátt.

Margir hafa lýst andúð sinni á þessari auglýsingu og segja hana til marks um fáfræði Dior-fyrirtæksins.

Dior lýsti auglýsingu á Twitter en þar sagði fyrirtækið að um væri að ræða ósvikið ferðalag djúpt inn sál frumbyggja á helgu og veraldlegu svæði. Sagðist Dior hafa ráðfært sig við frumbyggja við gerð þessarar auglýsingar og að markmiðið með henni hefði verið að fræða fólk um gildi og speki innfæddra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.