Fótbolti

Albert fékk hálftíma með AZ | Svekkjandi tap hjá Sverri og félögum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Albert í leiknum gegn Antwerp.
Albert í leiknum gegn Antwerp. vísir/getty
Albert Guðmundsson lék síðasta hálftímann þegar AZ Alkmaar gerði 1-1 jafntefli við Antwerp frá Belgíu í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

AZ var undir í hálfleik en hinn 18 ára Myron Boadu jafnaði átta mínútum fyrir leikslok.

Sverrir Ingi Ingason sat allan tímann á varamannabekknum þegar PAOK tapaði fyrir Slovan Bratislava, 1-0, á útivelli. Sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Wolves er í góðri stöðu eftir 2-3 sigur á Torino á útivelli.

Romain Saïss, Diego Jota og Raúl Jímenez skoruðu mörk Úlfanna. Lorenzo De Silvestri og Andrea Belotti (víti) gerðu mörk Torino sem þarf allavega að skora tvö mörk á Molineux eftir viku til að komast áfram.



Ludogorets og Maribor, sem bæði slógu Val út fyrr í sumar, gerðu markalaust jafntefli í Búlgaríu. Slóvenarnir voru manni færri síðustu 33 mínútur leiksins.

Espanyol, sem sló Stjörnuna út í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar, vann 3-1 sigur á Zorya Luhansk frá Úkraínu. Espanyol er taplaust í 20 Evrópuleikjum í röð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×