Fótbolti

Albert fékk hálftíma með AZ | Svekkjandi tap hjá Sverri og félögum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Albert í leiknum gegn Antwerp.
Albert í leiknum gegn Antwerp. vísir/getty

Albert Guðmundsson lék síðasta hálftímann þegar AZ Alkmaar gerði 1-1 jafntefli við Antwerp frá Belgíu í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

AZ var undir í hálfleik en hinn 18 ára Myron Boadu jafnaði átta mínútum fyrir leikslok.

Sverrir Ingi Ingason sat allan tímann á varamannabekknum þegar PAOK tapaði fyrir Slovan Bratislava, 1-0, á útivelli. Sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Wolves er í góðri stöðu eftir 2-3 sigur á Torino á útivelli.

Romain Saïss, Diego Jota og Raúl Jímenez skoruðu mörk Úlfanna. Lorenzo De Silvestri og Andrea Belotti (víti) gerðu mörk Torino sem þarf allavega að skora tvö mörk á Molineux eftir viku til að komast áfram.


Ludogorets og Maribor, sem bæði slógu Val út fyrr í sumar, gerðu markalaust jafntefli í Búlgaríu. Slóvenarnir voru manni færri síðustu 33 mínútur leiksins.

Espanyol, sem sló Stjörnuna út í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar, vann 3-1 sigur á Zorya Luhansk frá Úkraínu. Espanyol er taplaust í 20 Evrópuleikjum í röð.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.