Lífið

Grínaðist með Trump við mis­jafna hrifningu ferða­manna

Sylvía Hall skrifar
Daily Dinkus klæddi sig upp í tilefni dagsins.
Daily Dinkus klæddi sig upp í tilefni dagsins. Skjáskot

YouTube-notandinn Daily Dinkus ferðast um heiminn og fagnar furðulegum alþjóðlegum hátíðisdögum. Í sumar hefur hann til að mynda ferðast um Evrópu og haldið upp á alþjóðlegan dag bikinísins, sundlauga, hjólreiða og nektar.

Þann 11. ágúst var alþjóðlegur dagur forsetabrandara og vildi svo til að Daily Dinkus var staddur hér á landi, nánar tiltekið í miðbæ Reykjavíkur þar sem hann ákvað að halda upp á daginn. Hann gekk á milli fólks í miðbænum og sagði misgóða brandara um Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Af hverju notar Donald Trump gulllitaðan tússpenna þegar hann skrifar ræður sínar? Hver er munurinn á sólinni og Donald Trump? Hvernig býrðu til Trump-borgara? Svör við þessum spurningum má finna í myndbandinu hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.