Fótbolti

Jón Guðni og félagar slógu Porto úr leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Guðni lék síðustu 25 mínúturnar.
Jón Guðni lék síðustu 25 mínúturnar. vísir/getty

Jón Guðni Fjóluson og félagar í rússneska liðinu Krasnodar eru komnir áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 sigur á Porto í kvöld.

Porto vann fyrri leikinn, 0-1, en Krasnodar fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Porto fór í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili.

Krasnodar byrjaði leikinn af gríðarlega miklum krafti og var komið í 0-3 eftir rúman hálftíma. Hinn Magomed-Shapi Suleymanov skoraði tvö marka Krasnodar.

Porto sótti stíft í seinni hálfleik og minnkaði muninn í 2-3. Þriðja markið, sem hefði komið portúgalska liðinu í umspilið, kom hins vegar aldrei. Porto er því úr leik í Meistaradeildinni en fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Jón Guðni kom inn á sem varamaður fyrir Suleymanov þegar 25 mínútur voru eftir.

Í umspilinu mætir Krasnodar Olympiacos frá Grikklandi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.