Golf

Matsuyama kominn á toppinn eftir níu fugla hring

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Matsuyama hefur ekki tapað höggi á mótinu.
Matsuyama hefur ekki tapað höggi á mótinu. vísir/getty

Japaninn Hideki Matsuyama er með eins höggs forystu eftir fyrstu tvo hringina á BMW Championship mótinu í golfi. Þetta er næstsíðasta mótið í úrslitakeppninni um FedEx bikarinn.

Matsuyama lék manna best í dag, eða á níu höggum undir pari. Hann fór upp um 24 sæti á milli daga.

Japaninn lék afar vel í dag og fékk níu fugla og níu pör. Hann hefur ekki enn tapað höggi á mótinu.

Bandaríkjamennirnir Patrick Cantlay og Tony Finau eru jafnir í 2. sæti á samtals ellefu höggum undir pari. Finau lék á sex höggum undir pari í dag en Cantlay á fimm.

Bandaríkjamennirnir Justin Thomas og Jason Kokrak voru efstir og jafnir eftir fyrsta hringinn. Thomas lék á þremur höggum undir pari í dag og er í 4. sæti. Kokrak lék hins vegar á einu höggi yfir pari og er kominn niður í 21. sæti.

Tiger Woods er í 48. sæti á samtals tveimur höggum undir pari. Hann lék á einu höggi undir pari í dag.

Brooks Koepka, efsti maður heimslistans, féll niður í 25. sæti eftir að hafa leikið á einu höggi undir pari í dag.

Bein útsending frá þriðja hring BMW Championship hefst klukkan 16:00 á morgun.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.