Innlent

Reyndi að saga niður tré í annarlegu ástandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Mikið var um tilkynningar vegna hávaða frá heimahúsum í gærkvöldi og nótt.
Mikið var um tilkynningar vegna hávaða frá heimahúsum í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af konu sem var sögð í annarlegu ástandi og að reyna að fella tré við Norðurbrún í Reykjavík sem var ekki í hennar eigu í gærkvöldi. Þá var kona handtekin vegna gruns um þjófnað á veitingahúsi í miðborginni sem reyndist treg í taumi.Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Mikið var um tilkynningar vegna hávaða frá samkvæmum í heimahúsum. Fjórir hafi verið vistaðir í fangageymslum í nótt.Konan sem var grunuð um þjófnað í miðbænum neitaði að gefa lögregluþjónum upp nafn eða kennitölu og vildi hún ekki fara að fyrirmælum þeirra. Hún var því handtekin og færð á lögreglustöð.Þegar þangað var komið fengust upplýsingar um konuna og átti þá að láta hana lausa. Hún er þó sögð hafa verið treg til að yfirgefa lögreglustöðina og var því færð þaðan.Í Hafnarfirði var tilkynnt um hávaða frá gleðskap við hús í hverfi 221 klukkan 23:25. Fjöldi fólks var við húsið þegar lögreglumenn bar að garði og var því vísað burt. Einn gestur var handtekinn eftir að hann hafði staðið á vélarhlíf lögreglubíls. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.