Fótbolti

Glódís á skotskónum, Flóki kvaddi heimavöllinn með marki og Davíð skoraði beint úr horni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Glódís Perla kom Rosengård yfir í dag.
Glódís Perla kom Rosengård yfir í dag. vísir/getty
Glódís Perla Viggósdóttir var á skotskónum fyrir Rosengård sem vann 5-0 sigur á Vaxsjö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Glódís opnaði markareikning Rosengård á 25. mínútu en staðan var 3-0 í hálfleik. Rosengård er í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir Kopparbergs/Gautaborg FC.

Guðmundur Þórarinsson byrjaði á varamannabekknum hjá Norrköping sem vann 3-0 sigur á Östersunds í sænsku deildinni. Guðmundur kom inn sem varamaður á 52. mínútu.







Framundan eru Evrópuleikir hjá Norrköping svo vænta má að Guðmundur hafi fengið verskuldaða frí fyrir þá leiki. Norrköping er í sjötta sæti deildarinnar.

Davíð Kristján Ólafsson skoraði mark Álasund er liðið vann ótrúlegan endurkomusigur á KFUM Osló, 3-2. Mark Davíðs kom á 49. mínútu, beint úr hornspyrnu en Álasund var 2-1 undir þangað til á 89. mínútu.

Davíð og Aron Elís Þrándarson spiluðu allan leikinn fyrir Álasund en Hólmbert Aron Friðjónsson var tekinn af velli á 68. mínútu. Álasund er því áfram á toppi deildarinnar.

Kristján Flóki Finnbogason lék sínar síðustu mínútur á heimavelli fyrir Start í dag en hann skoraði fjórða mark liðsins í 4-1 sigri á Start. Kristján genguð í raðir KR í lok júlí.







Aron Sigurðarson lék allan leikinn fyrir Start og lagði upp fjórða markið fyrir Kristján Flóka. Jóhannes Harðarson er þjálfari Start sem er í fimmta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×