Fótbolti

Glódís á skotskónum, Flóki kvaddi heimavöllinn með marki og Davíð skoraði beint úr horni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Glódís Perla kom Rosengård yfir í dag.
Glódís Perla kom Rosengård yfir í dag. vísir/getty

Glódís Perla Viggósdóttir var á skotskónum fyrir Rosengård sem vann 5-0 sigur á Vaxsjö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Glódís opnaði markareikning Rosengård á 25. mínútu en staðan var 3-0 í hálfleik. Rosengård er í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir Kopparbergs/Gautaborg FC.

Guðmundur Þórarinsson byrjaði á varamannabekknum hjá Norrköping sem vann 3-0 sigur á Östersunds í sænsku deildinni. Guðmundur kom inn sem varamaður á 52. mínútu.

Framundan eru Evrópuleikir hjá Norrköping svo vænta má að Guðmundur hafi fengið verskuldaða frí fyrir þá leiki. Norrköping er í sjötta sæti deildarinnar.

Davíð Kristján Ólafsson skoraði mark Álasund er liðið vann ótrúlegan endurkomusigur á KFUM Osló, 3-2. Mark Davíðs kom á 49. mínútu, beint úr hornspyrnu en Álasund var 2-1 undir þangað til á 89. mínútu.

Davíð og Aron Elís Þrándarson spiluðu allan leikinn fyrir Álasund en Hólmbert Aron Friðjónsson var tekinn af velli á 68. mínútu. Álasund er því áfram á toppi deildarinnar.

Kristján Flóki Finnbogason lék sínar síðustu mínútur á heimavelli fyrir Start í dag en hann skoraði fjórða mark liðsins í 4-1 sigri á Start. Kristján genguð í raðir KR í lok júlí.

Aron Sigurðarson lék allan leikinn fyrir Start og lagði upp fjórða markið fyrir Kristján Flóka. Jóhannes Harðarson er þjálfari Start sem er í fimmta sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.