Lífið

Cole Sprou­se og Lili Rein­hart hætt saman

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
getty/Axelle

Cole Sprouse og Lili Reinhart eru hætt saman. Þetta fullyrðir US Weakly í frétt á vef sínum og hafa eftir ónafngreindum heimildarmanni.

Fyrrverandi parið hefur verið saman í næstum tvö ár en þau kynntust þegar þau léku saman í þáttunum Riverdale. Leikararnir sáust halda sig fjarri hvoru öðru í partýi á Comic-Con í gær.

Sprouse og Reinhart leika parið Jughead Jones og Betty Cooper í Riverdale en orðrómar um að þau væru að stinga saman nefjum bárust í júlí 2017 eftir að þau sáust kyssast á Comic-Con. Þau staðfestu samband sitt í apríl 2018 þegar þau fóru saman á Met ballið í New York.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.