Viðskipti innlent

Emira­tes kannar mögu­leikann á að fljúga til Ís­lands

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hér sést ein af risaþotum Emirates, Airbus A380.
Hér sést ein af risaþotum Emirates, Airbus A380. vísir/getty

Fulltrúar Emirates, ríkisflugfélagsins í Dúbaí sem jafnframt er eitt stærsta flugfélag í heimi, hafa að undanförnu kannað möguleikann á því að fljúga til Íslands og tengja Keflavíkurflugvöll þannig við leiðakerfi sitt.

Frá þessu er greint í ViðskiptaMogganum í dag og sagt frá því að fulltrúar fyrirtækisins hafi átt fundi með fyrirtækjum sem koma að innviðum fluggeirans hér á landi. Félagið hefur þó ekki átt fund með Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar.

Leiðakerfi Emirates er stórt. Félagið flýgur til 138 áfangastaða í Evrópu, Asíu, Afríku, Ástralíu, Norður-Ameríku og Suður-Ameríku. Á meðal áfangastaða eru Osló, Stokkhólmur og Kaupmannahöfn.

Þá er Dúbaí-flugvöllur, heimahöfn Emirates, einn stærsti flugvöllur í heimi með tæplega 90 milljónir farþega á ári hverju.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
3,1
5
46.200
MAREL
3,07
22
584.666
REGINN
2,35
5
48.606
EIK
2,15
6
82.684
FESTI
2,14
10
143.706

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,72
12
29.385
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.