Lífið

Segja son Beck­ham skorta „grunn­þekkingu“ í ljós­myndun

Sylvía Hall skrifar
Brooklyn Beckham.
Brooklyn Beckham. Vísir/Getty

Brooklyn Beckham, elsti sonur þeirra David og Victoriu Beckham, er áhugasamur um ljósmyndun og hefur gefið það út að hann stefni á feril í þeim geira. Hins vegar hefur hann átt erfitt uppdráttar innan ljósmyndarasamfélagsins en margir hverjir hafa efasemdir um hæfileika drengsins.

Hinn tvítugi Brooklyn gaf út ljósmyndabókina „What I See“ árið 2017 sem seldist afar vel en var harðlega gagnrýnd af mörgum atvinnuljósmyndurum. Nú hefur hann frestað ljósmyndanámi sínu hjá Parsons School of Design eftir að hafa boðist starf sem nemi hjá breska ljósmyndaranum Rankin.

Heimildarmenn breska götublaðsins The Sun segja starfsnámið byrja illa hjá ljósmyndaranum unga en hann þurfi hjálp við einföldustu verkefni líkt og að stilla lýsingu.

„Allir vissu að það þyrfti að fínpússa verk Brooklyn en enginn vissi að þekking hans á einföldustu verkefnum væri svo fjarri lagi,“ sagði einn heimildarmaðurinn.


Tengdar fréttir

Brooklyn Beckham kominn á fast

Lengi hefur gengið orðrómur um samband Beckham og Cross, en það er fyrst nú sem þau hafa gert það opinbert.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.