Handbolti

Markaveisla hjá Frökkum á HM: Nánast með mark á mínútu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Edouard Kempf hefur skorað 21 mark úr 22 skotum í fyrstu tveimur leikjum franska U-21 árs landsliðsins á HM á Spáni.
Edouard Kempf hefur skorað 21 mark úr 22 skotum í fyrstu tveimur leikjum franska U-21 árs landsliðsins á HM á Spáni. vísir/getty

Franska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur skorað samtals 94 mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum á HM á Spáni.

Í dag vann Frakkland 14 marka sigur á Kóreu, 46-32, í B-riðli. Í gær unnu Frakkar 29 marka sigur á Nígeríumönnum, 48-19.

Frakkar hafa unnið báða leiki sína á HM með samtals 43 marka mun. Eins og áður sagði eru mörkin alls 94 á aðeins 120 leikmínútum.

Edouard Kempf, hornamaður Paris Saint-Germain, naut sín vel í fyrstu tveimur leikjum Frakka á samtals og skoraði samtals 21 mark úr aðeins 22 skotum.

Þrettán af 14 útileikmönnum Frakka hafa komist á blað á HM og skotnýting franska liðsins er 78%.

Frakkar bjóða væntanlega upp á þriðju markaveisluna þegar þeir mæta Áströlum á föstudaginn. Ástralía hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum með samtals 55 marka mun.

Síðustu tveir leikirnir í riðlakeppninni verða öllu meira krefjandi fyrir franska liðið. Á laugardaginn mætir Frakkland Svíþjóð og á mánudaginn eigast Frakkar og Egyptar við í lokaumferð riðlakeppninnar. Líkt og Frakkar eru Svíar og Egyptar með fjögur stig í B-riðli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.