Fótbolti

Leikurinn í gær var vin­sælasti sjón­varps­við­burður ársins í Bret­landi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Enski landsliðsframherjinn Ellen White skoraði mark sem var dæmt af og fiskaði víti sem var varið. Hér fellur hún í teignum.
Enski landsliðsframherjinn Ellen White skoraði mark sem var dæmt af og fiskaði víti sem var varið. Hér fellur hún í teignum. Getty/Marc Atkins
Milljónir manna í Bretlandi horfu á undanúrslitaleik Englands og Bandaríkjanna á HM í Frakklandi í gærkvöldi.

Mest voru 11,7 milljónir að fylgjast með leiknum sem Bandaríkin vann 2-1 eftir mikla dramatík í lokin.

Mark var dæmt af enska liðinu í Varsjánni á lokakaflanum og enska liðið klikkaði líka á vítaspyrnu. Enska kvennalandsliðið hefur aldrei verið svona nálægt því að komast í úrslitaleik HM.





Þetta er nýtt met fyrir kvennaleik og það met var ekki gamalt. 7,6 milljónir höfðu horfa á sigur Englands á Noregi í átta liða úrslitum HM í Frakklandi fyrir nokkrum dögum.

50,8 prósent sjónvarpsáhorfenda í Bretlandi voru því að fylgjast með enska landsliðinu reyna að skrifa nýja sögu í Lyon í gær.

England mætir Svíþjóð eða Hollandi í leiknum um þriðja sætið á laugardaginn. Seinni undanúrslitaleikurinn fer fram í Lyon í kvöld og sigurvegarinn spilar til úrslita á móti Bandaríkjunum á sunnudaginn.

Áhugi á enska liðinu hefur aukist með hverjum leik liðsins eins og sjá má hér fyrir neðan:

9. júní: England 2-1 Skotland - 6,1 milljónir

23. júní: England 3-0 Kamerún - 6,9 milljónir

27. júní: England 3-0 Noregur - 7,6 milljónir

2. júlí: England 1-2 Bandaríkin - 11,7 milljónir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×