Enski boltinn

Áhugi United hefur áhrif á frammistöðu Wan-Bissaka

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aaron Wan-Bissaka í leiknum við Frakka
Aaron Wan-Bissaka í leiknum við Frakka vísir/getty

Áhugi Manchester United og möguleg félagsskipti á Old Trafford hafa áhrif á spilamennsku Aaron Wan-Bissaka með enska U21 landsliðinu í fótbolta.

England tapaði 2-1 fyrir Frakklandi í fyrsta leik á EM U21, sigurmark Frakka var sjálfsmark frá Wan-Bissaka.

„Þegar svona orðrómar fara á flug þá hefur það áhrif á þig,“ sagði landsliðsþjálfari U21 liðsins, Aidy Boothroyd.

„Eldri leikmaður, reyndari leikmaður, þetta væri erfitt fyrir hann að eiga við. Fyrir ungan leikmann sem þekkir ekkert annað en Crystal Palace, það væri fáránlegt að segja að hann væri ekki að hugsa um þetta.“

United hefur áhuga á að fá hægri bakvörðinn til sín í ljósi þess að Antonio Valencia er farinn frá félaginu. Palaca hefur hafnað tveimur kauptilboðum frá United, það seinna er sagt hafa verið upp á 50 milljónir punda.

„Aaron er rólegur náungi sem heldur hlutunum út af fyrir sig, en svona umtal hefur áhrif. En, við værum ekki að ræða þetta ef hann hefði ekki skorað þetta sjálfsmark.“

England þarf að vinna Rúmeníu í kvöld til þess að eiga möguleika á því að fara áfram úr riðlinum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.