Handbolti

Rut áfram hjá meisturunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rut sneri aftur í landsliðið í vor.
Rut sneri aftur í landsliðið í vor. vísir/vilhelm
Rut Jónsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Danmerkurmeistara Esbjerg.

Rut gekk í raðir Esbjerg sumarið 2017 en lék ekkert með liðinu fyrr en á síðasta tímabili. Hún eignaðist barn í ársbyrjun 2018 og glímdi svo við meiðsli framan af síðasta tímabili.

Hin 28 ára Rut lék hins vegar mikið með Esbjerg undir lok tímabilsins og hjálpaði liðinu að vinna danska meistaratitilinn. Þá komst Esbjerg i úrslit EHF-bikarsins en tapaði fyrir Siófok frá Ungverjalandi.

Rut sneri aftur í íslenska landsliðið í vor og lék vel í leikjunum tveimur gegn Spáni í umspili um sæti á HM 2019.

Rut, sem er uppalin hjá HK, hefur einnig leikið með Team Tvis Holstebro, Randers og Midtjylland í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×