Lífið

Bjó til lag úr aðsendum hljóðbrotum

Andri Eysteinsson skrifar
Ingi Bauer tók sér hálftíma til að semja lagið
Ingi Bauer tók sér hálftíma til að semja lagið YouTube/Ice Cold

Lagahöfundurinn Ingi Bauer, sem margir þekkja fyrir lög sín á borð við Upp til Hópa, með Herra Hnetusmjör og Dicks með Séra Bjössa, bjó á dögunum til óvenjulegt lag.

Tónsmíðin var hluti af starfsemi YouTube rásarinnar Ice Cold sem hann heldur úti ásamt Stefáni Atla Rúnarssyni og þar gera þeir ýmislegt, þar á meðal streyma þeir beinum útsendingum af Fortnite og fá reglulega góða gesti.

Lagið, sem Ingi hafði einungis hálftíma til að semja frá grunni, var gert úr ýmsum hljóðum sem fylgjendur Ice Cold á Instagram höfðu sent á þá félaga.

Eins og áður segir hefur Ingi samið nokkur af vinsælustu lögum síðasta árs en nýja lagið má sjá í myndbandinu neðst í fréttinni.


Tengdar fréttir

Steindi spilaði loksins Fortnite með Ice Cold

Ingi Bauer og Stefán Atli halda uppi YouTube síðunni Ice Cold þar sem þeir birta alls kyns myndbönd og bjóða upp á beinar útsendingar af tölvuleiknum vinsæla Fortnite vikulega.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.