Enski boltinn

Neitaði Woodward að skipta á Pogba og Neymar?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Félagarnir á Ballon d'Or verðlaunahátíðinni árið 2015.
Félagarnir á Ballon d'Or verðlaunahátíðinni árið 2015. vísir/getty

Áfram halda fjölmiðlar að velta fyrir sér framtíð Paul Pogba og Neymar en báðir hafa þeir verið orðaðir burt frá félögum sínum í sumar.

Pogba vill komast burt frá Manchester United en hann leitast eftir nýrri áskorun. Hann greindi frá því í viðtali á dögunum og Neymar er sagður orðinn þreyttur á lífinu í París.

Enska dagblaðið Independent greinir frá því í dag að stjórnarformaður United, Ed Woodward, hafi ekki verið hrifinn af því að skipta á Pogba og Neymar en PSG átti hugmyndina að skiptunum.

Blaðið greinir frá því að ástæðan fyrir neitun Woodward séu tvær; kostnaðurinn við að fá Neymar inn yrði einfaldlega of hár fyrir félagið og Woodward heldur enn í vonina um að Pogba verði áfram hjá félaginu.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framgöngu málsins en reiknað er með að allt fari á flug á félagsskiptamarkaðnum á komandi vikum enda styttist í nýtt tímabil.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.