Enski boltinn

Neitaði Woodward að skipta á Pogba og Neymar?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Félagarnir á Ballon d'Or verðlaunahátíðinni árið 2015.
Félagarnir á Ballon d'Or verðlaunahátíðinni árið 2015. vísir/getty
Áfram halda fjölmiðlar að velta fyrir sér framtíð Paul Pogba og Neymar en báðir hafa þeir verið orðaðir burt frá félögum sínum í sumar.

Pogba vill komast burt frá Manchester United en hann leitast eftir nýrri áskorun. Hann greindi frá því í viðtali á dögunum og Neymar er sagður orðinn þreyttur á lífinu í París.







Enska dagblaðið Independent greinir frá því í dag að stjórnarformaður United, Ed Woodward, hafi ekki verið hrifinn af því að skipta á Pogba og Neymar en PSG átti hugmyndina að skiptunum.

Blaðið greinir frá því að ástæðan fyrir neitun Woodward séu tvær; kostnaðurinn við að fá Neymar inn yrði einfaldlega of hár fyrir félagið og Woodward heldur enn í vonina um að Pogba verði áfram hjá félaginu.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framgöngu málsins en reiknað er með að allt fari á flug á félagsskiptamarkaðnum á komandi vikum enda styttist í nýtt tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×