Erlent

Annar flugmannanna lést eftir árekstur orrustuþotanna

Andri Eysteinsson skrifar
Hér má sjá þýska Eurofighter orrustuþotu.
Hér má sjá þýska Eurofighter orrustuþotu. Getty/ Alexander Koerner

Annar flugmannanna sem leitað var að eftir árekstur tveggja þýskra orrustuþotna nærri Laage herstöðinni í norðaustur Þýskalandi, er látinn. Reuters greinir frá.

Greint var frá því fyrr í dag að flugmaður þriðju vélarinnar sem með var í för hafi staðfest flugmennirnir hafi báðir náð að losa sig úr vélunum áður en að árekstrinum kom. Einn flugmannanna fannst eftir að hafa lent í skóglendi en leitað var að hinum sem nú hefur fundist látinn.

Flugmennirnir flugu Eurofighter orrustuþotum en ekki hefur komið fram hver tilgangur verkefnisins sem þeir stóðu í var þegar slysið bar að garði.

Fregnir hafa borist af því að smáir skógareldar hafi kviknað eftir að vélarnar hafi brotlent.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.