Erlent

Banda­ríkin beita Íran þyngri refsi­að­gerðum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Bandaríkjaforseti leggur viðskiptabönn á skrifstofu æðsta leiðtoga Íran.
Bandaríkjaforseti leggur viðskiptabönn á skrifstofu æðsta leiðtoga Íran. Ap
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilkynnt að hann ætli að setja mjög harðar, nýjar refsiaðgerðir á Íran, þar á meðal á skrifstofu leiðtoga landsins, Ali Khamenei. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC og vef New York Times.

Trump sagði að þessar nýju viðskiptaþvinganir væru viðbrögð við því að bandarískur dróni var skotinn niður af Íran auk „margra annara hluta.“

Ayatollah Ali Khameinei, sem er valdamesti maður Íran, varð fyrir valinu vegna þess að hann „bar í grunninn ábyrgð á fjandsamlegum aðgerðum ríkisins.“

Spenna á milli ríkjanna hefur farið vaxandi síðustu vikur.

Steve Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að tilskipun Trump hafi verið í bígerð áður en Íran skaut niður bandaríska drónann á Persaflóa í síðustu viku. Þessar refsiaðgerðir munu frysta eignir íranskra embættismanna og hershöfðingja og munu takmarka aðgang þeirra að alþjóðlega fjármálakerfinu. Þó er ólíklegt að umræddir aðilar eigi mikið af eignum innan þess kerfis sem hægt er að frysta.

Þessar aðgerðir koma í kjölfar mikillar spennu á milli Íran og Bandaríkjanna, sem er að mörgu leiti vegna áhyggja að Tehran sé að auka kjarnorkuframleiðslu sína og muni þróa kjarnorkuvopn. Trump hefur gefið það í skyn að hann vilji heldur beita harðari refsiaðgerðum heldur en að beita hernaðaraðgerðum strax í von um að breyta hegðun íranskra stjórnvalda og neyða fram stjórnarbreytingu í Tehran.

„Við munum halda áfram að auka þrýsting á Tehran,“ sagði Trump þegar hann sat við skrifborð sitt á skrifstofu sinni í Hvíta húsinu og gerði sig tilbúinn til að skrifa undir tilskipunina. „Við getum aldrei leift Íran að búa yfir kjarnorkuvopnum.“

Peningar fólksins

Trump stjórnin hefur nú í vor beitt refsiaðgerðum á þá sem kaupa olíu frá Íran og hefur það stöðvað öll olíukaup á íranskri olíu, sem er helsta afurð landsins. Hagkerfið í Íran hefur liðið verulega fyrir það og er kreppa í írönsku efnahagslífi.

Verðbólgan í Íran hefur hækkað um 50% og margir Íranar eru mjög ósáttir með efnahagsástandið. Sumir þeirra kenna yfirvöldum Bandaríkjanna fyrir kreppuna og hafa þeir bent á að mikill skortur sé á nauðsynlegum lyfjum þótt að yfirvöld Bandaríkjanna segi að viðskiptabönn þeirra nái ekki yfir nauðsynjar.

Aðrir Íranar kenna þó sinni eigin stjórn um ástandið, meðal þeirra er Nasrollah Pazouki, sem hefur selt föt á markaðnum í Tehran í tugi ára. „Vandamálið okkar eru fjárdráttamenn og þjófar í ríkisstjórninni.“

„Þegar fólk kemst til valda, í staðin fyrir að vinna heiðarlega og af alvöru fyrir almenning, heyrum við og lesum eftir nokkra mánuði í fréttum að þau hafi stolið milljörðum og flúið.“

„Hverra peningar eru það? Það eru peningar fólksins,“ bætti hann við.

Jafar Mousavi, sem rekur matvöruverslun í Tehran sagði: „Stríðið á hagkerfið kemur ekki utan frá landamærum okkar heldur innan landsins.“

„Fólk borgar minna en áður,“ sagði Abbas Feayouji, 47 ára gamall, þriggja barna faðir. „Ég veit ekki hvers vegna, en það sést því að fólk hefur minni peninga á milli handanna en áður.“


Tengdar fréttir

Gerðu tölvuárás á vopnakerfi íranska hersins

Bandaríkin gerðu tölvuárás á vopnakerfi Íran á fimmtudaginn í síðustu viku eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hætti við loftárásir á landið á síðustu stundu. Tölvuárásin lamaði tölvukerfi sem stýra eldflaugavarnakerfi Írans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×