Innlent

Vesturbæjarlaug lokuð í tvær vikur

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Vesturbæjarlaug var síðast lokað í júní fyrir sjö árum.
Vesturbæjarlaug var síðast lokað í júní fyrir sjö árum. Fréttablaðið/Ernir

Vesturbæjarlaug verður lokuð næstu tvær vikur eða svo vegna viðgerða sem þar standa yfir. Þegar hringt er í síma laugarinnar, sem stendur við Hofsvallagötu, má heyra í símsvara sem segir að laugin sé lokuð frá frá 24. júní til 5. júlí vegna viðhalds og fram­kvæmda.

„Við opn­um aft­ur laug­ar­dag­inn 6. júlí,“ segir símsvarinn. Ætla má að Vesturbæingar, sem og aðkomufólk, hafi orðið fyrir vonbrigðum í dag en fjöldi fólks sækir laugina alla jafna. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem lauginni er lokað tímabundið. Henni var lokað í tvær vikur í júní 2012, var þá verið að endurnýja, mála og fara yfir hluti sem ganga úr sér.

Ekki liggur fyrir hvers lags viðgerðir um ræðir í þetta skiptið en ljóst má vera að biðin gæti reynst sundgörpum erfið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.