Körfubolti

Magic og Bird fengu heiðursverðlaun NBA-deildarinnar | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var einkar gaman að sjá Bird og Magic saman á sviðinu.
Það var einkar gaman að sjá Bird og Magic saman á sviðinu. vísir/getty

Á lokahófi NBA-deildarinnar í nótt komu goðsagnirnar Magic Johnson og Larry Bird saman upp á svið til þess að taka við heiðursverðlaunum fyrir framlag sitt til deildarinnar.

Þarna komu saman á sviðið tveir af bestu leikmönnum allra tíma sem elduðu grátt silfur saman á sínum tíma. Barátta þeirra í búningi Lakers og Celtics var einstök.

Magic sagði líka við verðlaunaafhendinguna að þeir hefðu ýtt hvor öðrum lengra í því að vera frábærir. Hann þakkaði Bird fyrir að hafa gert sig betri. Það var vel við hæfi að þeir tveir væru verðlaunaðir saman.

Hér má sjá þá félaga á sviðinu í nótt. Einlægir en einnig nokkuð léttir á því eins og þeirra er von og vísa.NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.