Enski boltinn

Liverpool hafði betur í baráttunni við Ajax og Bayern um hollenskan miðvörð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sepp van den Berg gefur ungum aðdáenda eiginhandaráritun.
Sepp van den Berg gefur ungum aðdáenda eiginhandaráritun. Vísir/Getty
Fyrstu kaup Evrópumeistara Liverpool eru í höfn samkvæmt fréttum frá Englandi í morgun.

Liverpool mun ganga frá samningi við einn efnilegasta knattspyrnumann Hollendinga í þessari viku samkvæmt frétt The Daily Telegraph í dag.

Ajax og Bayern München höfðu bæði mikinn áhuga á því að fá til sín hinn sautján ára gamla Sepp van den Berg en nú virðist sem Jürgen Klopp og hans menn hafi haft betur.





Van den Berg mun fara í lækniskoðun á morgun en Liverpool borgar síðan hollenska félaginu PEC Zwolle 1,79 milljónir punda fyrir hann.

Sepp van den Berg verður fyrsti leikmaðurinn sem Evrópumeistararnir fá til sín eftir sigurinn í Meistaradeildinni.

Van den Berg hoppar þó ekki inn í aðallið Liverpool strax heldur er búist við því að hann eyði næsta tímabili til að aðlagast hlutnum hjá félaginu. Hann hittir fyrir landa sinn Virgil van Dijk sem hefur blómstrað hjá félaginu eftir að hann kom þangað fyrir metfé frá Southampton.

Van Den Berg spilaði sextán leiki með Zwolle í hollensku deildinni á síðasta tímabili og er talinn vera einn af efnilegustu knattspyrnumönnum Hollands.

Sampdoria mistókst að kaupa hann fyrir 2,25 milljónir punda í janúar en Liverpool græðir á því að strákurinn er að detta inn á síðasta ár samnings síns við PEC Zwolle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×