Viðskipti innlent

Sýn braut ekki gegn fjölmiðlalögum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Síminn hf. kvartaði til Póst- og fjarskiptastofnunar og vildi fá úr því skorið hvort Sýn hf. hefði brotið gegn fjölmiðlalögum.
Síminn hf. kvartaði til Póst- og fjarskiptastofnunar og vildi fá úr því skorið hvort Sýn hf. hefði brotið gegn fjölmiðlalögum. Fréttablaðið/Hanna

Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hf. hafi ekki brotið gegn 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga. Lögin leggja bann við því að fjölmiðlaveita beini viðskiptavinum viðskiptamanna sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki.

Síminn hf. kvartaði til Póst- og fjarskiptastofnunar og hélt því fram að Sýn hafi brotið gegn lögunum þegar félagið veitti á ákveðnum tímapunkti einungis aðgang að ólínulegu myndefni þess í gegnum eigið IPTV fjarskiptakerfi, þar á meðal að efnisveitunni Vodafone Play. Sýn hefði ekki haft frumkvæði að því að bjóða efnið til annarra fyrirtækja á markaðnum.

Þá gaf Síminn Sýn að sök að hafa með markaðaðgerðum sínum brotið gegn 5. mgr. 45. gr fjölmiðlalaga.

Sýn hafnaði því að hafa brotið gegn umræddri grein fjölmiðlalaga og kvaðst fylgja opinni viðskiptastefnu „ólíkt þeirri lokuðu viðskiptastefnu sem Síminn ástundaði“. Sýn hefði ekki beint viðskiptavinum að tengdu fjarskiptafyrirtæki heldur dreifði efni sínu sem víðast og gilti þá einu hvort um væri að ræða undirliggjandi fjarskiptanet GR eða Mílu.

Félagið sagðist þá aldrei hafa synjað neinum um aðgang að ólínulegu efni Sýnar, auk þess sem Síminn hefði aldrei óskað eftir aðgangi að efnisveitum á borð við Vodafone Play, Cirkus eða Leigunni.

Í niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar kemur fram að í máli þessu væri ekki fyrir að fara nokkurs konar synjun á aðgangi að efni þar sem Síminn hafi aldrei óskað eftir þeirri þjónustu sem kvörtun Símans beinist að og ekki þriðji aðili heldur.

Umræddri málsgrein fjölmiðlalaga er ætlað að koma í veg fyrir að efni sem ekki er kostur á að nálgast annars staðar og dreifing þess sé bundin við sama lokaða fjarskiptanetið.

Er það mat Póst- og fjarskiptastofnunar að Sýn hefði ekki beint viðskiptavinum efnisþjónustu sinnar að tengdu fjarskiptafyrirtæki.

Vísir er í eigu Sýnar hf.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.