Fótbolti

Eitt fallegasta mark sögunnar á afmæli í dag | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Van Basten fagnar á EM 1988.
Van Basten fagnar á EM 1988. vísir/getty

Þeir sem fylgdust með Evrópukeppninni í knattspyrnu árið 1988 munu aldrei gleyma marki Hollendingsins Marco van Basten í úrslitaleiknum.

Holland lagði Sovétríkin í úrslitaleiknum, 2-0, á þessum degi fyrir 31 ári síðan. Ruud Gullit skoraði fyrra markið á 32. mínútu og Van Basten gulltryggði svo Evrópumeistaratitilinn með draumamarki sínu á 54. mínútu.

„Ég skildi ekki alveg hvað ég gerði í þessu skoti. Það þurfti mikla heppni til að þetta gengi upp,“ sagði hógvær Van Basten um markið sitt.

Það þurfti líka mikla hæfileika til þess að skora svona mark fram hjá Rinat Dasayev í marki Sovétmanna.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.