Körfubolti

Elvar á leið aftur í atvinnumennsku: Samdi við silfurliðið í Svíþjóð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Elvar Már Friðriksson.
Elvar Már Friðriksson. Vísir/Bára

Elvar Már Friðriksson er á leið aftur út í atvinnumennsku en hann er búinn að semja við sænska félagið Borås.

Elvar Már útskrifaðist úr háskólaboltanum í Bandaríkjunum á síðasta ári og fór til franska liðsins Denain Voltaire. Franska liðið rifti hins vegar samningi sínum við Elvar í nóvember og kom hann heim og kláraði tímabilið með uppeldisfélaginu Njarðvík.

Landsliðsmaðurinn var einn besti leikmaður Domino's deildarinnar eftir að hann kom heim, var með 21,2 stig að meðaltali í leik, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Njarðvík lenti í öðru sæti í deildinni en tapaði í 8-liða úrslitum fyrir ÍR.

Borås fór alla leið í úrslitaeinvígi sænsku úrvalsdeildarinnar í vor en tapaði þar fyrir Södertälje Kings. Jakob Örn Sigurðarson spilaði með Borås síðustu ár en hann er á heimleið og verður því ekki liðsfélagi Elvars.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.