Ítalía afgreiddi Kína og er komið í átta liða úrslitin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þær ítölsku fagna í dag.
Þær ítölsku fagna í dag. vísir/getty

Ítalía er komið í átta liða úrslitin á HM kvenna sem fer fram í Frakklandi um þessar mundir eftir 2-0 sigur á Kína í Montpellier í dag.

Valentina Giacinti kom Ítalíu yfir strax á fimmtándu mínútu eftir sofandi hátt í vörn Kína. Eftir skot Elisa Bartoli, barst boltinn út í teiginn þar sem Giacinti kláraði færið vel.

Aurora Galli var skipt inn á í rétt fyrir hálfleik eftir að Christiana Girelli meiddist. Galli hafði áður í mótinu komið inn á og skorað og það endurtók hún í dag.

Hún tvöfaldaði forystu Ítalíu á fjórðu mínútu síðari hálfleiks er hún þrumaði boltanum í netið af löngu færi. Frábært skot sem skaut Ítölunum áfram.

Ítalía er því komið áfram í átta liða úrslitin en mótherji liðsins í átta liða úrslitunum verður annað hvort Evrópumeistarar Hollands eða Japan.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.