Viðskipti innlent

Toyota á Íslandi lætur kolefnisjafna alla nýja Hybrid-bíla

Andri Eysteinsson skrifar
Úlfar Steindórsson og Reynir Kristinsson við undirritun samningsins
Úlfar Steindórsson og Reynir Kristinsson við undirritun samningsins Mynd/Aðsend
Toyota á Íslandi og Kolviður hafa gert með sér samning þess efnis að allir nýir Hybrid-bílar frá Toyota og Lexus, seldir eftir 1. janúar 2019 verði kolefnisjafnaðir.

Samkvæmt reiknivél sem sjá má á www.kolvidur.is þarf að planta 17 trjám til að kolefnisjafna akstur Hybrid-bíls sem eyðir 5l á 100 km í eitt ár. Í samningnum er miðað við 15.000 km akstur hvers bíls á ári. Toyota á Íslandi mun greiða fyrir plöntun trjánna.

„Við fögnum þessu skrefi sem Toyota á Íslandi hefur ákveðið að taka. Það er ekki dýrt að kolefnisjafna akstur bíla og ætti að vera á allra færi því kolefnisjöfnun í eitt ár kostar minna en að fylla tankinn einu sinni“ segir Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar.

Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi segir það markmið fyrirtækisins af árið 2050 verði enginn útblástur frá nýjum bílum, hvorki frá framleiðslu né notkun. Þangað til verði að brúa bilið með einhverjum hætti.

„Margar leiðir eru færar en við höfum ákveðið að ganga til samstarfs við Kolvið um að gera akstur Hybrid-bíla sem við seljum kolefnishlutlausan,“ segir Úlfar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×