Viðskipti innlent

Opið fyrir umsóknir í viðskiptahraðal á sviði tónlistar

Sylvía Hall skrifar
Salóme Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Icelandic Startups en fyrirtækið hefur umsjón með verkefninu.
Salóme Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Icelandic Startups en fyrirtækið hefur umsjón með verkefninu. Aðsend

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í nýjan viðskiptahraðal sem ætlað er að auka verðmætasköpun í íslensku tónlistarumhverfi. Allt að sjö verkefni verða valin til þátttöku og fá þau aðgang að fullbúinni vinnuaðstöðu, ráðgjöf og leiðsögn frá fjölmörgum sérfræðingum, fjárfestum og reyndum frumkvöðlum þeim að kostnaðarlausu yfir fjögurra vikna tímabil. 

Verkefnið hefst í október næstkomandi en að því standa Tónlistarborgin Reykjavík, ÚTÓN og  Icelandic Startups með stuðningi Senu Live, Samtóns og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst á vefsíðu verkefnisins

Hraðallinn ber heitið Firestarter, Reykjavik Music Accelerator, og miðar að því að rækta tónlistarfrumkvöðla, styrkja umgjörð viðskipta og efla tengsl tónlistar við umhverfi nýsköpunar og tækni. Óskað er eftir umsóknum sem snúa að nýjum hugmyndum og verkefnum á sviði tónlistar og tæknilausna. 

„Með hraðlinum viljum við styðja við umgjörðina utan um tónlistariðnaðinn, eitthvað sem hefur ekki verið gert áður á Íslandi. Við eigum sterka tónlistarsenu en lítinn iðnað og þar er virkilega möguleiki fyrir vöxt. Ég tel að yngri kynslóðir séu töluvert opnari fyrir tækifærum tengdum viðskiptahlið tónlistariðnaðarins,“ segir María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, í fréttatilkynningu.  

Sigtryggur Baldursson er framkvæmdastjóri ÚTÓN. Aðsend

Markmiðið að hraða ferlinu

Líkt og áður hefur komið fram hefst Firestarter í október og stendur hann yfir í fjórar vikur. Honum lýkur í nóvember á Iceland Airwaves með kynningum fyrirtækjanna á hugmyndum sínum fyrir fjárfestum, völdum ráðstefnugestum og öðrum lykilaðilum á sviði tónlistar. 

„Tónlist er vissulega listgrein, en til þess að hún blómstri líka sem starfsgrein þarf stöðuga endurnýjun í umhverfinu og nýjar hugmyndir fyrir nýja tíma með það í huga að við eru huti af stórum markaði sem nær hringinn í kringum hnöttinn,“ segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN.

Icelandic Startups hefur umsjón með verkefninu en Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdarstjóri Icelandic Startups, segir markmiðið vera að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar og þar til viðskiptin fara að blómstra.

„Við leggjum mikla áherslu á alþjóðlega nálgun í allri umgjörð verkefnisins og tengsl við helstu fagaðila. Við erum afar stolt af þessu samstarfi og hlökkum til að taka á móti íslenskum tónlistarfrumkvöðlum í haust.”Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.