Viðskipti innlent

Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Norðurturn í Kópavogi þar sem höfuðstöðvar Íslandsbanka er að finna.
Norðurturn í Kópavogi þar sem höfuðstöðvar Íslandsbanka er að finna. Vísir/Vilhem

Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi, en þetta er í þriðja sinn á jafn mörgum mánuðum sem bankinn boðar vaxtabreytingar. Tilefnið að þessu sinni er að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í morgun um 0,25 prósentustig.

Í tilkynningu frá Íslandsbanka eru tilgreindar breytingar sem taka munu gildi um næstu mánaðamót. Í fyrsta lagi munu óverðtryggðir vextir húsnæðislána lækka um 0,25 prósentustig auk þess sem Ergo bílalán og bílasamningar lækka um 0,25 prósentustig.

Þá munu breytilegir innlánsvextir bankans í flestum tilfellum lækka um 0,10-0,25 prósentustig og kjörvextir útlána lækka um 0,10 prósentustig. Hins vegar verða ekki gerðar breytingar á verðtryggðum húsnæðislánum.

Meðfram betra vaxtastig í landinu hefur Íslandsbanki, rétt eins og aðrar lánastofnanir, lækkað vexti á hinum ýmsu lánaflokkum á undanförnum mánuðum. Ekki er nema hálfur mánuður síðan að Íslandsbanki innleiddi margvíslegar breytingar á vaxtatöflu sinni. Þá, eins og nú, var tilefnið stýrivaxtalækkun Seðlabankans, en stýrivextir voru lækkaðir um 0,5 prósentustig í lok maí. 

Á vefsíðu Aurbjargar má nálgast samanburð á vaxtakjörum lánastofnana.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.