Sport

Red Sox flaug með stæl til London

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta er augljóslega langbesta leiðin til þess að ferðast.
Þetta er augljóslega langbesta leiðin til þess að ferðast.
Hafnaboltinn lendir í London um helgina og það var hvergi til sparað við að flytja Boston Red Sox til Englands.

Liðið flaug með dýrustu, stóru þotu heims þar sem allir eru í sætum á fyrsta farrými. Einnig er þar bar og aðstaða til að þess að snæða við borð. Alvöru dæmi enda kostar það rúmar 62 milljónir króna að leigja vélina.





Red Sox mun spila við NY Yankees á laugardag og sunnudag á London Stadium, heimavelli West Ham. Þetta verða fyrstu leikirnir í MLB-deildinni sem eru spilaðir í Evrópu. Uppselt er á báða leikina.

Áður hefur MLB-deildin verið með leiki í Mexíko, Japan, Púerto Ríko og Ástralíu. Nú er loksins komið að Evrópu. Forráðamenn deildarinnar hafa séð hversu miklu leikir í London hafa skilað NFL-deildinni og vilja því eðlilega feta sömu slóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×