Sport

St. Louis vann Stanley-bikarinn í fyrsta sinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér er Stanley-bikarinn loksins rifinn á loft í St. Louis.
Hér er Stanley-bikarinn loksins rifinn á loft í St. Louis. vísir/getty
Lengstu bið í sögu NHL-deildarinnar eftir meistaratitli lauk í nótt er St. Louis Blues vann Stanley-bikarinn eftir magnaðan oddaleik gegn Boston Bruins.

Blues vann leikinn 4-1 og rimmuna því 4-3. 52 ára bið Blues eftir meistaratitli er því lokið. Það sem gerir það enn magnaðra að liðið sé meistari er sú staðreynd að Blues var lélegasta lið deildarinnar í janúar.

Blues-liðið hefur verið svo lélegt að það var að komast í úrslitarimmuna í fyrsta sinn síðan 1970.

Það var mjög fallegt að hin 11 ára gamla Laila Anderson gat fagnað með liðinu en hún er með lífshættulegan ónæmissjúkdóm. Hún er einn harðasti stuðningsmaður Blues og sá ekki fram á að komast á oddaleikinn.





Hún fékk svo tíðindin fyrr um daginn að hún mætti fara á leikinn og þá brotnaði hún saman og fór að gráta. Það myndband fór á flug og dagur Anderson var svo fullkomnaður er hún fékk að taka þátt í fagnaðarlátunum á ísnum.

Leikmenn sögðu að hún væri lukkutröll liðsins og voru meira en lítið kátir að deila gleðinni með henni.

Anderson kyssir hér Stanley-bikarinn.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×