Fótbolti

Banni umdeilda umboðsmannsins aflétt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Raiola ásamt sínum manni, Zlatan, á HM síðasta sumar.
Raiola ásamt sínum manni, Zlatan, á HM síðasta sumar. vísir/getty

Umboðsmaðurinn umdeildi, Mino Raiola, má byrja að vinna aftur en hann þarf að vinna hratt því hann gæti farið aftur í bann frá fótboltanum í byrjun næsta mánaðar.

Ítalska knattspyrnusambandi var fyrst til þess að setja Raiola í bann en í síðasta mánuði var hann dæmdur í alheimsbann frá afskiptum af fótbolta af aganefnd FIFA. Bannið var til þriggja mánaða.

Þeirri ákvörðun skaut Raiola til íþróttadómstólsins í Sviss, CAS, sem hefur úrskurðað að hann megi vinna alls staðar nema á Ítalíu á meðan mál hans er tekið fyrir. Niðurstaða í hans máli mun svo liggja fyrir í byrjun júlí og þá skýrist hvort hann fari aftur í bann.

Raiola er þekktasti umboðsmaður heims enda verið með margar stórstjörnur á sínum snærum í gegnum árin. Hann er til að mynda umboðsmaður Paul Pogba, Zlatan Ibrahimovic og Matthijs de Ligt.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.