Enski boltinn

Síðast skoraði Eiður sigurmarkið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eiður skorar sigurmarkið.
Eiður skorar sigurmarkið. vísir/getty
Í morgun var birt leikjadagskráin fyrir komandi tímabil í enska boltanum en strax í fyrstu umferðinni verður stórleikur á milli Manchester United og Chelsea.

Liðin hafa átt margar skemmtilegar viðureignir síðustu ár og stjórar farið á milli eins og Jose Mourinho.

Liðin hafa þó ekki mæst í fyrstu umferð deildarinnar síðan tímabilið 2004/2005 en leikurinn var þá fyrsti leikur Jose Mourinho sem stjóri Chelsea.







Leikurinn endaði 1-0 fyrir Chelsea en eina mark leiksins skoraði Eiður Smári Guðjohnsen.

Eiður var frábær á þessari leiktíð og spilaði stóran þátt í því að Chelsea varð enskur meistari og deildarbikarmeistari.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×