Lífið

Ný ABBA lög væntanleg í nóvember

Andri Eysteinsson skrifar
Abba ætla að veðja á þrjú lög í nóvember.
Abba ætla að veðja á þrjú lög í nóvember. Getty/Anwar Hussein
Sænska hljómsveitin ABBA vinnur nú hörðum höndum að nýrri tónlist sem gefin verður í byrjun nóvember, frá þessu greindi Björn Ulvaeus, gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar í viðtali við morgunþáttinn Good Morning Britain en Metro greinir frá.

„Að vera fjögur saman í hljóðverinu aftur, það var stórkostleg upplifun,“ sagði Ulvaeus sem var einn fjögurra meðlima ásamt Benny Anderson, Anni-Frid Lyngstad og Agnethu Fältskog.

ABBA hefur ekki gefið út plötu síðan árið 1982 þegar The Visitors kom út, sama ár hætti hljómsveitin í raun störfum. 2018 tók hljómsveitin aftur saman og tilkynntu að unnið væri að tveimur lögum.

Í viðtalinu í GMB sagði Ulvaeus einnig að orðrómar um þriðju Mamma Mia myndina væru einmitt ekkert nema orðrómar. Því er ólíklegt að heyra söngva ABBA á suðrænum slóðum aftur, í bili allavega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×