Viðskipti innlent

Hag­stæðustu vextir í sögu lýð­veldisins

Ari Brynjólfsson skrifar
Ráðherra telur markaðsaðstæður hagstæðar.
Ráðherra telur markaðsaðstæður hagstæðar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Ríkis­sjóður Ís­lands gaf í gær út skulda­bréf að fjár­hæð 500 milljónir evra, eða að jafn­virði um 71 milljarðs króna. Um er að ræða skulda­bréf á hag­stæðustu vöxtum í sögu ís­lenska lýð­veldisins.

Fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar að skuldabréfin bera 0,1% fasta vexti og eru gefin út til 5 ára á á­vöxtunar­kröfunni 0,122%. Fjár­festar sýndu út­gáfunni mikinn á­huga og nam eftir­spurn um 2,5 milljörðum evra eða ríf­lega fimm­faldri fjár­hæð út­gáfunnar. Fjár­festa­hópurinn saman­stendur af seðla­bönkum og öðrum fag­fjár­festum, aðal­lega frá Evrópu. Um­sjón út­gáfunnar var í höndum Barcla­ys, JP Morgan, Morgan Stan­l­ey og Nomura.

„Þessi út­gáfa er stað­festing á þeirri viður­kenningu og trausti á þeim árangri sem við höfum náð í ríkis­fjár­málum og stjórn efna­hags­mála á síðustu árum, en ríkis­sjóður hefur aldrei tekið lán á hag­stæðari vöxtum,“ segir Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, í til­kynningu frá fjár­mála­ráðu­neytinu. „Út­gáfan nú er liður í að fram­fylgja lang­tíma­stefnu í lána­málum. Þetta er mikil­vægur þáttur í því að bæta markaðs­að­gengi inn­lendra aðila að er­lendum láns­fjár­mörkuðum til lengri tíma og að stórum og fjöl­breyttum hópi fjár­festa. Markaðs­að­stæður eru hag­stæðar um þessar mundir og það er á­nægju­legt að festa þessi hag­stæðu kjör til næstu fimm ára.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.