Tónlist

Taylor Swift gefur út nýja plötu í ágúst

Andri Eysteinsson skrifar
Taylor Swift á iHeartRadio Wango Tango hátíðinni í byrjun júní.
Taylor Swift á iHeartRadio Wango Tango hátíðinni í byrjun júní. Getty/Kevin Mazur

Lover, ný plata bandarísku söngkonunnar Taylor Swift, er væntanlega 23. ágúst næstkomandi. Lover er sjöunda plata söngkonunnar en síðast gaf hún út Reputation árið 2017 og þar áður 1989 árið 2014. Með tilkynningunni sagðist Swift vera spennt að leyfa aðdáendum sínum að hlusta á nýju plötuna.

Swift greindi frá útgáfudegi nýju plötunnar á Instagramsíðu sinni. Það voru þó ekki einu gleðifregnirnar frá Swift en hún tilkynnti einnig útgáfu nýs lags, You Need To Calm Down.

 
 
 
View this post on Instagram
Gxgjxkhdkdkydkhdkhfjvjfj
A post shared by Taylor Swift (@taylorswift) on

Þá er stutt síðan Swift gaf út lagið ME! Ásamt söngvara hljómsveitarinnar Panic! At the Disco, Brendon Urie. Það hefur því verið nóg að gera hjá Taylor Swift undanfarið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.