Tónlist

Nýr sumarsmellur eftir tveggja ára vinnu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Komdu út er nýtt lag úr smiðju vinanna Baldurs Dýrfjörð og Róberts Andra Jóhannssonar sem gæti orðið að sumarsmelli. Þeir hafa verið vinir síðan í menntaskóla og unnið saman við lagasmíðar undanfarin tvö ár. Nú er fyrsta lag þeirra félaga komið út.

Baldur Dýrfjörð þekkja kannski einhverjir en hann sló í gegn í Ísland got Talent fyrir þremur árum þar sem hann sýndi hæfileika sína sem fiðluleikari.

Samhliða útgáfu lagsins hafa þeir félagar gefið út myndband en Sölvi Viggósson Dýrfjörð, bróðir Baldurs, var á meðal þeirra sem komu að gerð þess.

Lagið má heyra að ofan og hér að neðan má sjá frá Baldri í Ísland got Talent.

Hér má sjá atriði Baldurs í úrslitaþætti Ísland got talent.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.