Handbolti

Meistararnir fá markvörð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einar Baldvin tekur í spaðann á Þóri Haraldssyni, formanni handknattleiksdeildar Selfoss.
Einar Baldvin tekur í spaðann á Þóri Haraldssyni, formanni handknattleiksdeildar Selfoss. mynd/selfoss

Markvörðurinn Einar Baldvin Baldvinsson er genginn í raðir Selfoss frá Val. Hann skrifaði undir eins árs lánssamning við Íslandsmeistarana. Þetta kemur fram á heimasíðu Selfoss.

Einar Baldvin er uppalinn hjá Víkingi en gekk í raðir Vals 2017. Á síðasta tímabili var hann með 38% hlutfallsmarkvörslu í Olís-deildinni.

Einar Baldvin, sem er fæddur árið 1997, hefur leikið fyrir yngri landslið Íslands og var m.a. hluti af íslenska liðinu sem endaði í 3. sæti á HM U-18 ára 2015.

Sölvi Ólafsson og Pawel Kiepulski vörðu mark Selfyssinga á síðasta tímabili. Selfoss varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir 3-1 sigur á Haukum í úrslitaeinvíginu. Selfyssingar töpuðu aðeins einum leik í úrslitakeppninni.

Patrekur Jóhannesson hætti sem þjálfari Selfoss eftir tímabilið en eftirmaður hans hefur ekki enn verið fundinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.