Körfubolti

ESPN segir tilboð Lakers í Davis samþykkt

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Anthony Davis
Anthony Davis vísir/getty

New Orleans Pelicans hafa samþykkt tilboð Los Angeles Lakers í Anthony Davis.

Adrian Wojnarowski, einn helsti sérfræðingur ESPN í NBA deildinni, segir frá því á Twitter að Pelicans hafi samþykkt að skipta Davis til Lakers.

Í skiptum fyrir hinn 26 ára Davis fær Pelicans Lonzo Ball, Brandon Ingram, Josh Hart og þrjá valrétti í fyrstu umferð í nýliðavalinu.
Skiptin gera Lakers strax mjög sigurstranglega fyrir næsta tímabil, sérstaklega í ljósi meiðsla Kevin Durant og Klay Thompson hjá Golden State Warriors.

Lið Lakers er þó nokkuð spurningamerki þar sem margir leikmenn liðsins voru aðeins samningsbundnir út nýliðið tímabil. Davis mun þó, ef skiptin ganga í gegn, hitta fyrir LeBron James hjá Lakers og verða þeir tveir erfiðir að eiga við.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.