Enski boltinn

Betis vill 70 milljónir frá Tottenham fyrir argentínskan miðjumann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Giovani Lo Celso
Giovani Lo Celso vísir/getty

Tottenham þarf að borga 70 milljónir punda fyrir Argentínumanninn Giovani Lo Celso samkvæmt heimildum Sky Sport.

Lo Celso hefur vakið áhuga Tottenham en hann spilar fyrir spænska liðið Real Betis. Liðin eru hins vegar ósammála um verð á leikmanninum.

Uppsagnarákvæðið í samningi Lo Celso er upp á 88 milljónir punda en Real Betis mun líklega samþykkja tilboð upp á 70 milljónir punda.

Tottenham hefur aldrei eytt meira en 38 milljónum punda í leikmann, Davinson Sanchez varð dýrasti leikmaður sögu félagsins fyrir þá upphæð.

Argentínski miðjumaðurinn er sagður vilja fara í ensku úrvalsdeildina í sumar og þá heillar það hann að spila fyrir landa sinn Mauricio Pochettino.

Félögin eiga enn í viðræðum um möguleg félagsskipti samkvæmt frétt Sky.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.