Handbolti

Íslendingar í 3. styrkleikaflokki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslendingar fagna sigrinum á Tyrkjum í gær.
Íslendingar fagna sigrinum á Tyrkjum í gær. vísir/andri marinó

Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumótið 2020 sem Austurríki, Noregur og Svíþjóð halda í sameiningu. Drátturinn fer fram í Vín 28. júní.

Í fyrsta sinn verða þátttökuliðin á EM 24 talsins. Leikið verður í sex fjögurra liða riðlum. Efstu tvö liðin komast áfram í milliriðla sem verða leiknir í Vín og Malmö.

Auk Íslands eru Austurríki, Svartfjallaland, Sviss, Lettland og Portúgal í 3. styrkleikaflokki. Ljóst er að Ísland getur ekki lent í B-riðli í Vín en búið er að setja Austurríki í hann. Hinir riðlarnir verða leiknir í Graz, Þrándheimi, Malmö og Gautaborg.

Fyrir utan Guðmund Guðmundsson verða tveir íslenskir þjálfarar á EM. Kristján Andrésson er þjálfari Svíþjóðar sem endaði í 2. sæti á síðasta Evrópumóti. Svíar eru í 1. styrkleikaflokki og verða í F-riðli í Gautaborg.

Erlingur Richardsson er þjálfari Hollands sem tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn í gær. Hollendingar eru í 4. styrkleikaflokki.

Ísland tryggði sér sæti á ellefta Evrópumótinu í röð með sigri á Tyrklandi, 32-22, í Laugardalshöllinni í gær. Íslendingar enduðu í 2. sæti riðils 3 í undankeppninni með átta stig, einu stigi á eftir Norður-Makedóníumönnum sem eru í 2. styrkleikaflokki.

Styrkleikaflokkarnir á EM 2020:

1. styrkleikaflokkur
Svíþjóð (í F-riðli í Gautaborg)
Danmörk (í E-riðli í Malmö)
Króatía (í A-riðli í Graz)
Tékkland
Frakkland
Spánn

2. styrkleikaflokkur
Noregur (í D-riðli í Þrándheimi)
Þýskaland (í C-riðli í Þrándheimi)
Norður-Makedónía
Ungverjaland
Slóvenía
Hvíta-Rússland

3. styrkleikaflokkur
Austurríki (í B-riðli í Vín)
ÍSLAND
Svartfjallaland
Portúgal
Sviss
Lettland

4. styrkleikaflokkur
Pólland
Rússland
Serbía
Úkraína
Bosnía
Holland


Tengdar fréttir

Myndasyrpa frá stórsigri Íslands

Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á EM með öruggum tíu marka stórsigri á Tyrkjum í Laugardalshöll í dag.

Viktor Gísli: „Draumur í dós“

Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði í dag farseðil sinn inn á EM í handbolta 2020 með 32-22 sigri á Tyrkjum í Laugardalshöllinni. Viktor Gísli Hallgrímsson var stórkostlegur í leiknum en hann var með 51 prósenta markvörslu og fullt af stoðsendingum yfir allan völlinn.

Gummi um aldurinn á íslenska liðinu: „Þetta er einstakt í Evrópu“

Ísland tryggði sér í dag á stórmót í handbolta 11. skiptið í röð. Ísland vann Tyrkland 32-22 í Laugardalshöllinni í lokaumferð undankeppnarinnar fyrir EM 2020 og tryggði sér þannig á mótið. Guðmundur Guðmundsson þjálfari Íslands var gríðarlega ánægður með margt eftir leikinn, sérstaklega hvað hann tefldi fram ungu og efnilegu liði.

Arnór: „Svöruðum síðasta leik vel“

Íslenska karla landsliðið í handbolta vann 32-22 gegn Tyrkjum í dag í undankeppni EM í handbolta. Sigurinn tryggði liðinu á EM en þetta var síðasti leikurinn í undankeppninni. Arnór Þór Gunnarsson hægri hornamaður Íslands skilaði fínu dagsverki í dag en hann skoraði 6 mörk úr 6 tilraunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.