Erlent

Vatíkanið íhugar að leyfa giftum mönnum að gerast prestar

Andri Eysteinsson skrifar
Prestaskortur í afskekktum héruðum kallar á viðbrögð Vatíkansins.
Prestaskortur í afskekktum héruðum kallar á viðbrögð Vatíkansins. Getty/John Greim
Prestaskortur er eitt helsta vandamál kaþólsku kirkjunnar í Amasón héruðum Brasilíu, til þess að leysa vandann sem kirkjunni bíður velta ráðamenn í Vatíkaninu því nú fyrir sér hvort breyta eigi margra alda gömlum reglum kirkjunnar um presta. Guardian greinir frá.

Reglan er sú að prestar kaþólsku kirkjunnar skuli ekki vera giftir menn og skuli lifa skírlífi. Tillögurnar eiga sem komið er bara að hafa áhrif á prestsefni í afskekktum héruðum en líklegt þykir að ef verði af breytingunum opnist umræðan um að leyfa giftum mönnum að tileinka lífs sitt þjónustu við guð í hlutverki prests kaþólsku kirkjunnar.

Frans páfi hefur áður lýst þeirri skoðun sinni að hann sé hlynntur breytingunum þegar litið er til afskekktra svæða víðs vegar um heiminn, þó sagði hann að mikilvægt væri að prestar lifðu skírlífi, giftir eður ei. Þá hefur hann einnig greint frá því að kirkjan ætti að vinna í því að búa til pláss fyrir konur á öllum stigum trúarinnar.

Kirkjan hefur í áratugi barist við vandamál sem fylgja fækkun í prestastéttinni, fækkun sóknarbarna auk barnaníðsskandala. Á svæðum þar sem vandinn er stærstur, sérstaklega í Evrópu. hefur kirkjan gripið til þeirra ráða að flytja presta, meðal annars frá Afríku og Asíu til að fylla í skarðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×